Ásta skásta

22 janúar 2008

Jólin liðin, nýtt ár mætt og skólinn kominn á fullt.

Frídagarnir liðu hratt og örugglega á meðan að við vorum stödd á Íslandinu góða. Við hittum fullt af vinum og ættingjum en ég hefði nú verið til í að hitta ansi marga oftar og lengur - en svona verður þetta þegar maður stoppar svona stutt.

Ég og Ámundi nældum okkur í einhvers konar matareitrun daginn áður en við fórum heim og vorum því ekki að standa í stórræðum þann daginn. Enduðum bara í lúxusdekri hjá Önnu og Emil, fengum að hakka í okkur verkjatöflurnar þeirra og höfðum það bara nokkuð gott :) Aumingja Anna systir var sett í að ganga frá öllu því sem við ætluðum að gera síðasta daginn... Takk!

Elsa Björg var himinlifandi hamingjusöm með að komast aftur á leikskólann sinn og var líka mjög ánægð með herbergið sitt. Nú er litla prinsessan farin að sofa á skikkanlegum tíma og vaknar ekki lengur um miðjar nætur. Allt eins og það á að vera :)

Ámundi er búinn með skólann sinn og er nú í atvinnuleit. Ég læt vita þegar eitthvað gerist á þeim vígvelli. Ég er enn í skólanum og verð nú líklega hér fram undir næstu jól og þá veit enginn hvað tekur við. Lundaklíkan er strax komin í góðan gír og við erum komin á fullt í baddó, saumó, heimó, pókeró og afmælisveisló.

Stórt nýársknús,
Ásta

13 nóvember 2007

Ég er alveg ad komast í jólaskap, vantar bara herslumuninn. Í morgun mátti sjá smá snjóbletti á víd og dreif um Lundinn, ekkert jólalegra en hvítur snjór. Vid jólaföndrudum í sídasta saumaklúbbi og aetlum ad gera tad aftur í naesta klúbbi. Tetta var virkilega kósý, vid gleymdum naestum tví ad borda allar kraesingar kvöldsins. Tad voru allir svo nidursokknir í föndrid sitt :)

Ég var ad velja áfanga fyrir naestu önn, tad lítur út fyrir ad ég hafi eiginlega engan tíma til ad vinna lokaverkefnid tannig ad tad getur verid ad tad tefjist adeins. Tarf nú reyndar ad fara ad tala vid gaurinn sem sér um verkefnin svo ég geti kraekt mér í eitthvad spennandi...

Anna systir var hérna í nágrenninu í sídustu viku og vid fengum ad knúsa hana svolítid, hún kom meira ad segja í heimsókn og gisti hjá okkur fyrri helgina sem hún var á svaedinu (enda er ekkert gaman ad heimsaekja okkur virka daga). Elsa Björg fékk heilan helling af gjöfum frá stóru fraenkunni sinni, tad var bara eins og jólin hefdu komid snemma:) Pabbi, Magga, Magnús og Gudmundur Árni komu sídan í heimsókn naestu helgi á eftir Önnu. Elsa Björg hafdi mjög gaman ad stóru fraendum sínum. Teir voru ad hjálpa henni ad rúlla boltum og sparka í bolta og tad var mikid fjör á baenum. Gudmundur henti sér hingad og tangad í gólfid og Elsa Björg skellihló, tad var tvílíkt gaman ad teim. Gugga systir átti sídan afmaeli í sídustu viku og tá fórum vid audvitad í heimsókn í Helsingör. Litli kúturinn staekkar bara og staekkar og er tvílíkt krútt. Elsa Björg var ekki alveg sátt vid ad mamma hennar skyldi vilja halda á litla fraendanum, tad hlýtur nú ad lagast tegar hún kynnist honum betur.

Annars er nú ekki mikid í fréttum hédan, nema tá kannski ad tad er aegilegur hávadi í bremsunum á hjólinu hans Ámunda. Alltaf tegar vid nálgumst tá heyrist skerandi ískur, vid getum alla vegna ekki komid neinum á óvart. Fermingarfákurinn minn stendur sig eins og hetja, ekkert ískur á tví hjólinu - bara smá ryd og beyglud dekk. Tad er nú laglegt ástandid á okkur!

Stórt knús

23 október 2007

Frostið komið í Lundinn. Durrr, hvað mér er kalt. Bíleigendur þurftu að skafa af bílunum sínum í morgun, en ekki ég því ég bruna bara um á hjóli. Elsa Björg er farin að nota "kraftgallann" sinn og nýju kuldaskóna en ég farin að nota vettlinga, húfu og þykka úlpu.

Nú á ég að vera að skrifa skýrslu, veit ekki alveg hvar ég á að byrja þannig að ég ákvað að byrja bara á því að spjalla við sjálfa mig og ykkur náttla hérna á netinu.

Við kíktum á litlu fjölskylduna í Helsingör á föstudaginn og fengum mömmu með okkur tilbaka í næturheimsókn. Gaman að hitta fólkið sitt.

Ása María poppaði upp á msn-inu hjá mér í gær og tilkynnti mér það að hún væri á leiðinni til Lundar um helgina. Hún er að fara að heimsækja bróður sinn sem var að flytja hingað. Það þýðir að ég fæ loksins að sjá skvísuna, það er orðið ansi langt síðan að við hittumst síðast.

En jæja, jæja, engar krassandi fréttir hér - eins gott að snúa sér aftur að lærdómnum... Stórt knús á línuna

03 október 2007

Nú er ég ordin módursystir! Gugga systir og Brynjulf eru búin ad eignast strák. Vid kiktum yfir Eyrarsundid i gaer til ad kíkja á snádann og okkur leist heldur betur vel á hann. Getum bara ekki bedid eftir ad fá ad sjá hann naest...

Tad eru myndir af prinsinum á sídunni hennar Elsu Bjargar og svo audvitad á myndasídunni hennar Guggu.

Annars er skólinn á fullu tessa viku og naestu viku - tad er nú samt alveg ágaett ad hafa mikid ad gera.

Meira seinna,

22 september 2007

Humm, hóst, hóst, hóst.... Þvílíkt framtaksleysi sem er í gangi á þessari síðu. Meira að segja ég sjálf nota hana bara til að ferðast áfram á aðrar síður og forvitnast um annarra manna líf.

Litla, litla stelpan mín er byrjuð á leikskóla, og þar með byrja ég sjálf í "alvöru" skóla. Já eða réttara sagt; held áfram í skólanum mínum. Er nú farin að sjá fyrir endan á þessu langskólanámi. Er meira að segja búin að ákveða að ég ætla að útskrifast af stýritækni og sjálfvirkni brautinni. Eins gott að vera komin með það á hreint.

Vinir mínir eru byrjaðir að flytja aftur heim, eitt par farið og næsta par flytur í næstu viku og vinur okkar stuttu seinna. Sorglegt að horfa á eftir fólki. Mér finnst geggjað að vera hérna og væri vís til að vera hérna að eilífu, bara ef að allir hinir myndu ekki flytja heim. Það er örugglega hundleiðinlegt að vera einn eftir þegar að allir eru farnir. Jábbs, alltaf jafn bjartsýn :)

Gugga systir sem átti að eiga eftir tæpar þrjár vikur kemur til með að eiga eftir tæpa viku þar sem að bumbukrílið hennar er orðið svo ógurlega stórt. Ég er þar með að verða móðursystir, ekki slæmur titill það! Gef Önnu litlu systur alla vegna sjö ár til að næla sér í kríli, ætli Gugga verði ekki búin með tvær eða þrjár umferðir þá. Vona svo bara að það sé ennþá lengra þar til bræður mínir feðri börn...

En alla vegna, góða helgi og góða þarnæstu helgi ef ég skyldi ekki hafa vit á því að uppfæra bloggið.

Knúsiknús...

11 júní 2007

Hér sit ég sveitt og blogga. Ég er sko ekki sveitt af því að ég er búin að gera svo mikið (ég geri bara ekki neitt eftir að ég kláraði prófið mitt) heldur vegna þess að það er svo heitt hjá okkur. Ég kann bara ekki á þetta. Það er bara léttir að komast inn en svo um leið og ég sting nefinu inn um gættina þá fyllist ég samviskubiti yfir því að vera ekki úti í góða veðrinu. Þvílíka ruglið.

Keyptum annars glæný jarðarber í dag, ég elska jarðarber út af lífinu, namm, namm, namm. Hún Elsa Björg er sammála mér í því að elska jarðarber, hef ekki undan við að troða þeim upp i hana þegar hún fær að smakka.

Keypti sundbol í gær. Var í stökustu vandræðum að velja gripinn. Fannst ég vera allt of fermingarleg í speedo bolunum en of kerlingarleg í hinum bolunum. Endaði í kerlingarbol en Ámundi sagði að hann væri bara sætur og alls ekkert kerlingarlegur... Kannski er hann bara orðinn gamall karl og ég gömul kerling. Þá erum við alla vegna ástfangin gömul fólk og tilgangi lífsins er náð. En alla vegna, ég fer í sund í nýja bolnum á Íslandi. Elska sund, en samt ekki eins mikið og ég elska jarðarber. Gæti alveg hugsað mér að liggja í pottinum og borða jarðarber og ís, elska alla vegna tilhugsunina.

30 maí 2007

Tveir dagar í próf, löngu kominn tími á klippingu og maður veður sandhauga í stofunni heima hjá sér. Þessu verður öllu reddað áður en ég kem heim - þá verð ég úthvíld, hrein og sæt :)

Ég vona nú samt ad veðrið skáni nú áður en vid mætum á klakann. Skíðasvæðin eru opin bæði á Akureyri og Siglufirði - mig langar ekkert að eyða sumarfríinu í kraftgalla og Elsa Björg passar örugglega ekki lengur í hlýju fötin sín!

Í dag eru sem sagt tvær vikur í Íslandsferðina okkar. Ég hlakka ferlega mikið til að borða íslenskt góðgæti; Brynjuís, brauðstangir af Sprettinum, grillað lambakjöt, grillaðir hamborgarar, moðsteikt lambalæri a la Bautinn, Nonnabiti, SS-pylsur. Ef einhvern langar að hitta mig þá má finna mig í næsta söluturni því ég verð upptekin við að borða allan tímann...

16 maí 2007

Hellú

Nú er ég komin á fullt ad læra og þá klikkar maður að sjálfsögðu ekki á því að fá sér bloggpásur. Í dag sit ég á bókasafninu og les kennslubókina í faginu mínu. Mér finnst það bara fínt. Ég tók mér klósettpásu áðan og leit í spegil, auðvitað var ég med risa bananaklessu á öxlinni - gjöf frá Elsu Björgu minni. Ég veit nú ekki alveg hvort fólkinu hérna finnist ég vera sérlega smart!

14 apríl 2007

Hejsan og takk fyrir síðast :o)

Fyrir lifandis skelfingar löngu síðan var kominn tími á nýtt blogg og því ekki seinna vænna en að hefja færsluna.

Nú búum við jú ennþá í Svíþjóð og erum alveg agalega ánægð með það því nú er sólin farin að láta sjá sig. Hér sit ég því við tölvuna, öll mökuð í sólarvörn og pikka inn nokkur orð á meðan að sólin steikir þá sem eru úti. Já og afhverju er ég þá ekki úti eins og allir hinir? Jú það er vegna þess að ég er að bíða eftir því að ungfrú Elsa Björg vakni af fegurðarblundinum sínum. Um leið og dísin mín vaknar þá tökum við stefnuna í grillveislu á K11 - við búum sko á K5.

Ég er komin aftur í skólann, 50% skóli en aðeins minni skólasókn... Það er nú bara eins og það er :o) Ég er búin að vera tvær vikur í leti- og lúxuspáskafríi og svo byrjar skólinn aftur klukkan átta á mánudagsmorgni. Fjúff.

Við ætlum að halda okkur við Lundinn í sumar en skjótumst heim í stutt sumarfrí í júní. Þá útskrifast Anna systir úr menntó, heil sjö ár síðan að ég gerði það. Annað fjúff. Eftir Íslandsdvölina ætlum við að taka stutt stopp hjá Heiði og Jóa í London og túristast svolítið hjá þeim.

Jæja, þá ætla ég að sjóða smá graut fyrir litlu prinsessuna mína. Meira seinna!

27 október 2006

Hávdí

Skítaveður hérna, það var stormviðvörun í nótt og núna er grátt veður og rigning. Mig langar ekkert að vera úti í þessu veðri en samt er ég ógurlega spennt fyrir því að fara út því ég er að fara að hitta mömmu á Kastrup og auðvitað næ ég líka að smella kossi á Guggu systur.

Ég fór í fyrsta fyrirlesturinn minn á mánudaginn og ákvað á sama klukkutíma að hætta í áfanganum. Ég er að sjálfsögðu til fyrirmyndar í skólamálum, hóst, hóst... Ætli maður verði ekki bara að taka vinkonur sínar til fyrirmyndar og læra bara á gítar í staðinn - þá verður bara hópspil í öllum útilegum næsta sumars.

Uppfærði myndasíðuna örlítið, Elsa Björg er nú samt ríkjandi þar eins og alls staðar :o)

En jæja þá er bara að skella sér í pollagallann og arka út i góða veðrið

29 september 2006

Jáhá - it is alive...

Maður er svo ferlega upptekin af því að mammast að maður gleymir alveg að nördast og tölvast. Var nú að koma úr nördalabbi í skólanum þannig að ekki dugir að sleppa því að blogga.

Nú er ég farin að hafa mikla þörf á því að skjótast í klippingu og fá smá stíl og lit á hárið. Málið er nú samt það að ég veit ekkert hvert ég á að stefna til að fá nýju fínu klippinguna mína. Hér er nú samt alveg nóg af klippistofum en þær eru næstum allar eins og rakarastofan á Klapparstíg og þangað fer enginn nema pabbi og hann kemur alltaf krúnurakaður út - og það er ekki það sem ég er að leita að.

Í gær fór ég í óhugnalega langa strætóferð til að skjótast í ILVA til að kíkja á sófa með Önnu Björgu. Við fundum snilldarsófa og ég sannfærði stelpuna um að splæsa í þá og núna er bara verið að hlakka til að prufa gripina.

Á morgun eru siðan tveir mánuðir síðan að Elsa Björg grét í fyrsta skipti og kannski maður haldi bara upp á það með því að baka köku. Ansi langt siðan ég hef bakað - og þá get ég fengið að hakka í mig súkkulaði í dulargervi. Miklu flottara að borða köku heldur en að narta í snickers :o)

Annars eru helstu fréttirnar þær að ég er farin að stunda badminton af kappi á miðvikudagskvöldum - smöluðum saman nokkrum lundapíum og splæstum í völl. Þessar sömu skvísur eru svo búnar að stofna saumaklúbb sem hittist og borðar súkkulaði og rjóma í hinum ýmsu dulargervum annan hvorn sunnudag. Eintóm lukka hér :o)

05 september 2006

Nú eru Anna og Emil búin að eignast lítinn dökkhærðan dreng. Ég vil bara óska þeim innilega til hamingju með piltinn. Get ekki beðið eftir að sjá hann - litla frænda minn :o)

16 ágúst 2006

Um daginn fórum við í ferðalag til að krækja í vegabréf fyrir Elsu Björgu Ámundadóttur. Lögreglustjóri gat ekki gefið út vegabréfið þar sem að nafn skvísunnar var ekki enn skráð í þjóðskrá - þar er bara til stúlka Ámundadóttir. Við töltum yfir í þjóðskrá þar sem að við gátum ekki gefið skvísunni nafn þar sem að hún er með lögheimili sitt skráð í Svíþjóð. Nú er svo bara spennandi að vita hvort að Svíarnir vita að Elsa Björg er yfirhöfuð til... Það er svo gaman að rölta svona á milli skrifstofa og standa í einhverju svona rugli!

Annars höfum við það bara gott í nýju fjölskyldunni. Ég þarf alltaf að fá mér einn nettan blund á hverjum degi til að vega upp á móti brjóstagjafavökunum á nóttunni :o) Elsa Björg er voðalega yndisleg og dugleg að lúlla sér... Mamma er náttúrulega stök snilld og ég veit ekki hvar við værum ef við hefðum hana ekki - erum mikið að spá í að pakka henni bara niður og flytja hana með okkur til Lundar :o)

31 júlí 2006

Jæja, þá er litla ljónynjan okkar mætt í heiminn. Þetta gekk bara nokkuð vel fyrir sig og okkur heilsast agalega vel.

Við erum byrjuð að setja upp heimasíðu á www.barnanet.is/2990 og þar er hægt að sjá nokkrar myndir af skvísunni.

Knús og kossar úr hamingjulandi